Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val.
Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis.
Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ...Sjá nánar21. 08 2013
Framkvæmdir við nýja göngu- og hjólaleið yfir Elliðaár ganga vel og nú eru risin burðarvirki tveggja brúa yfir Elliðarárósa á nyrsta odda Geirsnefs. Göngu- og hjólabrautir eru aðskildar og bætir það umferðaröryggi og gerir leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar, sem er styttri, öruggari og þægilegri en núverandi leiðir. Áætlað er að verkinu ljúki í lok september.Sjá nánar02. 07 2013
Hrönn Karólína Scheving Hallgrímsdóttir, marstersnemi í umferðarskipulagi/umferðarverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet er að vinna að mastersverkefni sem fjallar um að auka hjólreiðar yfir vetrartímann með aðstoð tækninnar. Hugmyndin er að koma skynjurum fyrir á upphituðum hjólastígum þar sem skynjararnir skynja ástand stíganna á rauntíma. Þessum upplýsingum væri svo hægt að koma yfir á netvænt form (app í síma) sem hjólreiðamenn geta nálgast og fengið upplýsingar um stígana beint í símann. Eftirfarandi könnun er ...Sjá nánar24. 06 2013
Reykjavíkurborg hefur sett upp hjólateljara við Suðurlandsbraut. Mælirinn var settur upp þann 19. júní síðastliðinn og mælir fjölda hjólreiðamanna sem fara stíginn daglega og tekur einnig saman heildartölu frá því að hann var settur upp. Finna má hjólateljara í mörgum Evrópulöndum, en þar á meðal má nefna Norðurlöndin, Írland, England, Holland og Belgíu. Þegar þetta er skrifað höfðu 2.319 hjólreiðamenn lagt leið sína um Suðurlandsbraut frá 19. júní, eða um ......Sjá nánar31. 05 2013
Verðlaun voru veitt til sigurliða Hjólað í vinnuna í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Heilartennur.is, GÁP Hjólabúðin, Ófeigur gullsmiðjan og Sturta.is, Roðasalir Dagþjálfun, Efnalaug Suðurlands, Íþróttamiðstöð Reykholts, Heilsuleikskólinn Suðurvellir, Sabre Iceland, Síðuskóli, Verkís, Advania og Íslandsbanki sigruðu í sínum flokkum og náðu flestum dögum en......Sjá nánar30. 05 2013
Staða vinnustaða eins og hún birtist núna inn á síðunni „Staðan“ er endanleg. Einnig er hægt að sjá stöðu efstu liða með því að smella á "Úrslit" hér fyrir ofan. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfalla daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veit verðlaun fyrir heildarfjölda kílómetra og hlutfall kílómetra.
Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 á morgun, föstudaginn 31. maí. Allir velkomnir. Vinsamlegast skráið ykkur á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.Sjá nánar30. 05 2013
Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 á morgun, föstudaginn 31. maí. Allir velkomnir. Liðsstjórar vinningsvinnustaða og liða í kílómetrakeppninni eru......Sjá nánar30. 05 2013
Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna fram til klukkan 10:00 í dag, fimmtudaginn 30. maí. Eftir það verður kerfinu lokað og engar undanþágur gefnar.Sjá nánar29. 05 2013
Dregið var í myndbandaleik Hjólað í vinnuna í dag. Myndbandið To work via nesið eftir Þorfinn Pétur Eggertsson var dregið út af.....Sjá nánar29. 05 2013
Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna fram til klukkan 10:00 á morgun, fimmtudaginn 30. maí. Eftir það verður kerfinu lokað og engar undanþágur gefnar. Sjá nánar28. 05 2013
Við hvetjum alla til þess að taka upp skemmtilegt myndband af þátttöku ykkar í Hjólað í vinnuna. Dregið verður úr innsendum myndböndum miðvikudaginn 29. maí og hlýtur vinningshafinn vegleg verðlaun frá .......Sjá nánar28. 05 2013
Fyrirtækið Saga Traffic er að vinna að rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina þar sem snjallsímaforrit er notað til að kanna leiðarval og ferðavenjur hjólreiðarmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í framtíðinni nýtist verkefnið til áframhaldandi umbóta á hjólastígakerfinu. Ef þú átt iPhone og býrð á höfuðborgarsvæðinu þá hvetjum við þig til að .....Sjá nánar28. 05 2013
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 28. maí. Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna til klukkan 10:00 fimmtudaginn 30. maí og staðfest úrslit birt eftir klukkan 14:00 sama dag. Verðlaunaafhending fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 31. maí kl. 12:10 - 13:00.Sjá nánar27. 05 2013
Á morgun, þriðjudaginn 28. maí, er síðasti keppnisdagur í Hjólað í vinnuna. Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna til klukkan 10:00 fimmtudaginn 30. maí og staðfest úrslit birt eftir klukkan 14:00 þennan sama dag. Verðlaunaafhending fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 31. maí kl. 12:10 - 13:00.Sjá nánar27. 05 2013
Laugardaginn 1. júní fer fram Tweed Ride í annað sinn í Reykjavík. Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í Sjá nánar27. 05 2013
Hjólað í vinnuna og Reiðhjólaverslunin Örninn veita tíu liðsstjórum verðlaun fyrir frábæra frammistöðu við að hvetja liðsmenn sína áfram í Hjólað i vinnuna. Tíu liðsstjórar voru dregnir út föstudaginn 24. maí og fá að gjöf fullkomna hraðamæla á Sjá nánar24. 05 2013
Hægt er að taka þátt í Hvatningarleik ÍSÍ og Rásar 2 með því að senda inn mynd á Facebook síðu Hjólað í vinnuna eða senda inn reynslusögu hér á vefnum undir Um hjólað - Reynslusögur. Taka þarf fram fyrir hvaða vinnustað og lið er verið að taka þátt... Sjá nánar24. 05 2013
Mánudaginn 27. maí verða kaffitjöld á Siglufirði og Ólafsfirði frá kl.16-18. Kaffitjöldin verða á ráðhústorginu á Siglufirði og sunnan megin við Tjarnarborg, þ.e. í miðbæ Ólafsfjarðar.
Við hvetjum alla til þess að hjóla/ganga við á leið sinni heim úr vinnu og fá sér rjúkandi heitt kaffi frá Kaffi tár eða ískaldan Kristal frá Ölgerðinni. Sjá nánar24. 05 2013
Kaffidjöldin voru 22. maí frá 6:45 – 9:00 á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum var boðið að hjóla við og þiggja ljúffengt kaffi frá Kaffitár og Egils Kristal frá Ölgerðinni. Reiðhjólaversluninn Örninn bauð upp á minniháttar lagfæringar á hjólum og aðilar frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, Hjólafærni og Hjólreiðafélaginu Bjarti voru á staðnum, aðstoðuðu við viðgerðir og kynntu sína starfssemi.Sjá nánar24. 05 2013
Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur 15. Bláalónsþrautina laugardaginn 8.júní 2013. Mótið er haldið í samvinnu við Bláa lónið. Bláalónsþrautin er fyrir alla 16 ára og eldri. Nálgast má allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur hfr.isSjá nánar22. 05 2013
Kaffitár hefur verið með í kaffitjöldum Hjólað í vinnuna frá upphafi. Kaffitár býður upp á nýja uppskeru af Gvatemala kaffi sem kemur frá El Injerto búgarðinum og er án krókaleiða. Starfsfólki Kaffitárs hlakkar ...Sjá nánar22. 05 2013
Kaffitjöld Hjólað í vinnuna verða opin aftur frá 16 – 18 í dag á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
Við Fjarðargötu í Hafnarfirði
Á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, Laugardalsmegin
Við Miklubraut hjá gangbrautarljósunum við Klambratún
Boðið verður uppá kaffi frá Kaffitár í Hafnarfirði og á ...Sjá nánar22. 05 2013
ÍSÍ og Hjólafærni bjóða uppá fræðslu um umferðaröryggi og viðhald á hjólum á Dalvík í dag, miðvikudaginn 22. maí í Víkurröst í aðstöðu félagsmiðstöðvar frá 16:45 - 18:00. Farið verður yfir umferðaröryggi hjólreiðarmanna og ...Sjá nánar21. 05 2013
Þátttakendum Hjólað í vinnuna er boðið að hjóla við í kaffitjöldum Hjólað í vinnuna á morgun, miðvikudaginn 22. maí á 5 stöðum á höfuðborgarsvæðinu frá 6:45 – 9:00. Kaffitár býður upp á kaffi og Ölgerðin upp á Egisl Kristal. Aðilar frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, LHM og öðrum hjólreiðasamtökum verða á staðnum og kynna sína starfsemi. Viðgerðamenn frá Reiðhjólaversluninni Erninum bjóða upp á minniháttar lagfæringar á hjólum.
Kaffitjöldin verða á eftirfarandi stöðum:Sjá nánar21. 05 2013
Á landsbyggðinni verður boðið upp á kaffitjöld á fjórum stöðum, en þar verður boðið uppá kaffi frá Kaffitár og Egils Kristal frá Ölgerðinni.
Kaffitjöldin verða á eftirfarandi stöðum:Sjá nánar21. 05 2013
Almenningsíþróttadeild Víkings hefur stofnað Hjólreiðahóp innan sinna vébanda. Hópurinn er ætlaður almenningi sem hefur áhuga á að auka færni og þrek á hjóli. Allir eru velkomnir á æfingar og eru þær einstaklingsmiðaðar þannig að fólk hjólar á þeim ...Sjá nánar17. 05 2013
Hjólafærni á Íslandi starfar sem fræðasetur um samgönguhjólreiðar og vinnur að því að efla samgönguhjólreiðar á Íslandi með því að kynna og kenna Hjólafærni. Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjóðreiðamanna í umferðinni og ...Sjá nánar16. 05 2013
Í samvinnu við Hjólað í vinnuna kemur fulltrúi frá Hjólafærni á Íslandi og dásamar hjólreiðar frá A - Ö fyrir íbúum höfuðborgarsvæðisins í dag, fimmtudaginn 16. maí frá kl. 17.00 – 18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. Hæð, E-sal. Farið verður yfir samgönguhjólreiðar, öryggi í umferðinni og ...Sjá nánar16. 05 2013
Á vef Pressunar í gær birtist bloggfærsla eftir Vilhjálm Ara Arason undir yfirskriftinni "Hjól og hjálmar". Í færslunni talar hann meðal annars um mikilvægi þess að hjólin séu yfirfarin eftir veturinn, hjólreiðamenn fari varlega í umferðinni og að ökumenn bifreiða sýni hjólandi tillitsemi og þolinmæði. Aðal umræðuefni færslunnar er hinsvegar hjálmanotkun þar sem....Sjá nánar15. 05 2013
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) og Íslenski Fjallahjólaklúbburinn (ÍFHK) gáfu nýverið út bækling um samgönguhjólreiðar.Í bæklingnum má ennfremur finna ýmsan fróðleik um margt sem við kemur hjólreiðum eins og...
Sjá nánar14. 05 2013
Þann 19. maí næstkomandi verður 6klst úthaldskeppni á fjallahjólum í Heiðmörk, keppnin er bæði haldin sem einstaklings og liðakeppni en meiri hluti þátttakanda kemur til með að taka þátt í liðakeppninni þar sem það ætti að.......Sjá nánar13. 05 2013
ÍSÍ og Hjólafærni bjóða uppá fræðslu um umferðaröryggi og viðhald á hjólum á Akranesi miðvikudaginn 15. maí í íþóttahúsi ÍA kl: 17:00 - 18:00. Farið verður yfir umferðaröryggi hjólreiðarmanna og viðhald á hjólum. Allir.....Sjá nánar13. 05 2013
Keppendur og liðsstjórar hafa verið duglegir að senda inn myndir og reynslusögur í gegnum árin sem hægt er að skoða hér á síðunni undir Um Hjólað. Til að taka þátt í hvatningarleik ÍSÍ og Rásar 2 þarf að senda inn mynd eða reynslusögu. Í vinning er viðgerðarsett, vatnsflöskur og .....Sjá nánar10. 05 2013
Búið er að laga þá villu sem var í útreikningum á fjöldi daga.
Við hvetjum ykkur til að senda okkur athugasemdir ef kerfið virkar ekki eins og það á að gera, eins viljum við fá ábendingar um það sem betur má fara á netfangið hjoladivinnuna@isi.is
Sjá nánar08. 05 2013
Þrátt fyrir ítrekaðar prófanir á kerfinu þá hefur komið upp villa í útreikningum. Kerfið reiknar núna hverja skráða ferð sem einn dag en á að taka saman þær ferðir sem skráðar eru á sömu dagsetninguna og telja þær sem .......
Sjá nánar08. 05 2013
Rúnar Pálsson er 68 ára gamall Hafnfirðingur sem hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna átakinu frá upphafi. Hann hjólar til vinnu í álverið í Straumsvík alla daga ársins og segir það lítið mál með réttum búnaði. Viðtal við Rúnar á mbl.is og......Sjá nánar08. 05 2013
Megin markmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Freyr Ólafsson veltir fyrir sér ástæðum þess að hjóla í ......Sjá nánar08. 05 2013
Hjólað í vinnuna rúllaði af stað í morgun. Þátttakendum var boðið að hjóla við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp, en á mælendaskrá voru: Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ,
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Eva Einarsdóttir, formaður ......Sjá nánar07. 05 2013
Hjólað í vinnuna rúllar formlega af stað á morgun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 8:30. Þátttakendur eru hvattir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Árni Davíðsson, formaður LHM ávarpa gesti. DR. Bæk verður á svæðinu og fer yfir hjólin.
Allir velkomnir.
Sjá nánar07. 05 2013
Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna fer fram miðvikudaginn 8. maí 2013 frá 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur eru hvattir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Sjá nánar02. 05 2013
Hvatningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 hefst í dag, fimmtudaginn 2. maí í Popplandi á Rás 2. Á hverjum virkum degi frá 2. maí til 7. maí er dregið úr skráðum liðum en 8. maí er dregið úr þeim liðum sem senda inn myndir eða reynslusögur. Í verðlaun eru viðgerðarsett, vatnsflöskur og dekkjaþrælar fyrir allt liðið frá Hjólreiðaversluninni Erninum.Sjá nánar11. 04 2013
Íþrótta- og Ólympíusambandi kynnir með ánægju og gleði nýjan vef fyrir heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna. Nýi vefurinn hefur verið í undirbúning síðan Hjólað í vinnuna 2012 lauk. Þökkum við starfsfólki Advania kærlega fyrir samstarfið.
Vonum við að nýi vefurinn komi til með að virka vel og hvetja enn fleiri aðila til að skrá sig til leiks og vera með okkur í fjörinu í ár. Við tökum einnig við öllum ábendingum og það sem má betur fara á netfangið jona@isi.is.Sjá nánar11. 04 2013
Hvatningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 hefst fimmtudaginn 2. maí í Popplandi á Rás 2. Á hverjum virkum degi frá 2. maí til 7. maí er dregið úr skráðum liðum en eftir 8. maí er dregið úr þeim liðum sem senda inn myndir eða reynslusögur. Í verðlaun eru viðgerðarsett, vantsflöskur og dekkjaþræla fyrir allt liðið frá Hjólreiðaversluninni Erninum.Sjá nánar11. 04 2013
Nú geta allir liðsmenn liðsins skráð sig sjálfir inn á vefinn og haldið utan um sinn árangur. Við vekjum athygli á því að hægt er að skrá sig inn á vefinn í gegnum Fésbókina.
Sjá nánar11. 04 2013
Þar sem allar upplýsingar um vinnustaði, lið og þátttakendur eru hreinsaðar úr kerfinu á milli ára þurfa allir að fara í nýskráningu sem er hér fyrir ofan í hægra horninu.
Sjá nánar11. 04 2013
Undir hnappnum „Gott að vita“ er að finna efni sem hægt er prenta út t.d. skráningarblað sem hægt er að hengja upp á kaffistofunni og hvatningarbréf þar sem er að finna grunnupplýsingar um verkefnið.Sjá nánar11. 04 2013
Skráning er hafin í Hjólað í vinnuna sem hefst 8. maí næstkomandi. Þátttakendur eru hvattir til þess að kynna sér vel reglur Hjólað í vinnuna með því að smella á „Gott að vita“ hér fyrir ofan. Sjá nánar