Hjólafærni á Íslandi

17. maí 2013

Hjólafærni á Íslandi starfar sem fræðasetur um samgönguhjólreiðar og vinnur að því að efla samgönguhjólreiðar á Íslandi með því að kynna og kenna Hjólafærni. Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjóðreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á samgönguviku árið 2007. Að baki Hjólafærni á Íslandi standa áhugamenn um hjólreiðar og bjóða þeir upp á ýmsa fræðslu um hjólafærni í formi kynninga og námskeiða. Þeir eru meðal annars með Dr. BÆK sem mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins. Einnig er boðið upp á hjólakennslu fyrir mismunandi hópa, námskeið í hjólaviðgerðum og fyrirlestra um allt sem tengist hjólreiðum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Hjólafærni á www.hjolafaerni.is.