Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2021 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í hádeginu í dag, 28. maí. Hjólað í vinnuna er því formlega lokið í ár. Sjá nánar27. 05 2021
Þá eru úrslitin kominn inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna og við þökkum ykkur fyrir frábæra keppni í ár.
Föstudaginn 28. maí, fer fram verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjaveg 6, E-sal 3. hæð kl. 12:10 og eru allir velkominir að mæta og fylgjast með.Sjá nánar26. 05 2021
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 25.maí. Enn er hægt að skrá allar ferðir frá 5. - 25. maí en lokað verður fyrir skráningar kl 12:00 á morgun, miðvikudaginn 26. maí.
Sjá nánar22. 05 2021
Við erum komin á lokasprettinn í Hjólað í vinnuna en síðasti keppnisdagur er þriðjudaginn 25. maí. Nú fer hver að verða síðastur að ná inn ferðum og skrá þær í kerfið. Hægt verður að skrá í kerfið þar til á hádegi 26. maí.Sjá nánar19. 05 2021
Í tilefni af því að um 6000 þátttakendur eru nú skráðir í Hjólað í vinnuna ákvað Samgöngustofa að skella í smá leik á Facebook þar sem þú getur unnið öryggispakka fyrir þig og hjólið - bjöllu, ljósasett, lás og endurskinsbönd.Sjá nánar17. 05 2021
Íþrótta- og Ólympíusambandinu minnir á að heilsuátakið Hjólað í vinnuna er ennþá í fullum gangi. Það er rúmlega vika eftir af átakinu og alls ekki of seint að vera með.Sjá nánar14. 05 2021
Nú eru næstum 6000 manns skráðir til leiks í Hjólað í vinnuna og gaman að sjá hversu margir eru að nota virkan ferðamáta til og frá vinnu.Sjá nánar12. 05 2021
Fyrsti vinningshafi í myndaleik Hjólað í vinnuna er Andrea Ásgeirsdóttir sem birti þessa mynd á Instagram með #hjoladivinnuna
Andrea fær glæsilegan hjálm frá Nutcase á Íslandi í vinning.Sjá nánar10. 05 2021
Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 25. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti til og frá vinnu með.Sjá nánar05. 05 2021
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun í Þróttarheimilinu í Laugardal. Vegna samkomutakmarkana var setningarhátíðin einungis opin boðsgestum að þessu sinni og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp.Sjá nánar04. 05 2021
Veðrið leikur sannarlega við okkur um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í Hjólað í vinnuna sem hefst á morgun.
Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga: Sjá nánar