Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2021 fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í hádeginu í dag, 28. maí. Hjólað í vinnuna er því formlega lokið í ár. Sjá nánar27. 05 2021
Þá eru úrslitin kominn inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna og við þökkum ykkur fyrir frábæra keppni í ár.
Föstudaginn 28. maí, fer fram verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjaveg 6, E-sal 3. hæð kl. 12:10 og eru allir velkominir að mæta og fylgjast með.Sjá nánar26. 05 2021
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 25.maí. Enn er hægt að skrá allar ferðir frá 5. - 25. maí en lokað verður fyrir skráningar kl 12:00 á morgun, miðvikudaginn 26. maí.
Sjá nánar22. 05 2021
Við erum komin á lokasprettinn í Hjólað í vinnuna en síðasti keppnisdagur er þriðjudaginn 25. maí. Nú fer hver að verða síðastur að ná inn ferðum og skrá þær í kerfið. Hægt verður að skrá í kerfið þar til á hádegi 26. maí.Sjá nánar19. 05 2021
Í tilefni af því að um 6000 þátttakendur eru nú skráðir í Hjólað í vinnuna ákvað Samgöngustofa að skella í smá leik á Facebook þar sem þú getur unnið öryggispakka fyrir þig og hjólið - bjöllu, ljósasett, lás og endurskinsbönd.Sjá nánar17. 05 2021
Íþrótta- og Ólympíusambandinu minnir á að heilsuátakið Hjólað í vinnuna er ennþá í fullum gangi. Það er rúmlega vika eftir af átakinu og alls ekki of seint að vera með.Sjá nánar14. 05 2021
Nú eru næstum 6000 manns skráðir til leiks í Hjólað í vinnuna og gaman að sjá hversu margir eru að nota virkan ferðamáta til og frá vinnu.Sjá nánar12. 05 2021
Fyrsti vinningshafi í myndaleik Hjólað í vinnuna er Andrea Ásgeirsdóttir sem birti þessa mynd á Instagram með #hjoladivinnuna
Andrea fær glæsilegan hjálm frá Nutcase á Íslandi í vinning.Sjá nánar10. 05 2021
Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 25. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti til og frá vinnu með.Sjá nánar05. 05 2021
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ræsti Hjólað í vinnuna með hátíðlegum hætti í morgun í Þróttarheimilinu í Laugardal. Vegna samkomutakmarkana var setningarhátíðin einungis opin boðsgestum að þessu sinni og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp.Sjá nánar04. 05 2021
Veðrið leikur sannarlega við okkur um þessar mundir og tilvalið að taka þátt í Hjólað í vinnuna sem hefst á morgun.
Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga: Sjá nánar30. 04 2021
Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst þann 5. maí næstkomandi. Það er einfalt að skrá sig til leiks með því að smella á "Innskráning" á heimasíðu Hjólað í vinnuna og annaðhvort stofna eða ganga í lið.
Allir eru hvattir til þess að taka þátt í Hjólað í vinnuna og hvetja aðra til þess að taka þátt með þeim.Sjá nánar28. 04 2021
Allur virkur ferðamáti telur með í Hjólað í vinnuna. Hvort sem þú velur að hjóla, hlaupa, ganga, fara á línuskautum eða hjólabretti, þá telur það með. Fyrirspurnir hafa borist vegna rafhlaupahjóla og þó svo að sá ferðamáti sé hagkvæmur og umhverfisvænn kostur þá telur hann ekki með í þessu átaksverkefni.Sjá nánar05. 04 2021
Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 5. - 25. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 21. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 25. maí.Sjá nánar18. 02 2021
Reglurnar í Hjólað í vinnuna hafa ekkert breyst en við höfum aðlagað keppnina fyrir þá sem eru að vinna heima. Ef fólk er að vinna heima er útfærslan einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með virkum hætti þá vegalengd sem samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla "til og frá vinnu".Sjá nánar