Hvatningaleikur og myndbandaleikur

24. maí 2013

Hvatningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 

Hægt er að taka þátt í Hvatningarleik ÍSÍ og Rásar 2 með því að senda inn mynd á Facebook síðu Hjólað í vinnuna eða senda inn reynslusögu hér á vefnum undir Um hjólað - Reynslusögur. Taka þarf fram fyrir hvaða vinnustað og lið er verið að taka þátt.

Dregið er úr innsendum myndum og reynslusögum á hverjum virkum degi í þættinum Popplandi á Rás 2. Í vinning eru viðgerðasett, vatnsbrúsar og dekkjaþrælar fyrir allt liðið frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

Myndbandaleikur

Til þess að taka þátt í myndbandaleik Hjólað í vinnuna þarf að senda inn myndband í tengslum við þátttöku í Hjólað í vinnuna. Best er að setja myndbandið á Youtube og senda linkinn á netfangið kristin@isi.is eða sigridur@isi.is. Myndböndin verða síðan birt á Facebook síðu Hjólað í vinnuna. Dregið verður úr innsendum myndböndum miðvikudaginn 29. maí og hlýtur vinningsmyndbandið veglegan vinning frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

 

Gangi ykkur vel á loka metrunum.