Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2022 fór fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í hádeginu í dag, 27. maí. Hjólað í vinnuna er því formlega lokið í ár. Fyrr í vikunni lauk skráningum ferða og þar með voru úrslitin ljós.Sjá nánar25. 05 2022
Þá eru úrslitin kominn inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna og við þökkum ykkur fyrir frábæra keppni í ár.
Við minnum á verðlaunaafhendingu Hjólað í vinnuna, föstudaginn 27. maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal kl. 12:10Sjá nánar25. 05 2022
Klukkan 12:00 í dag var kerfinu lokað.
Það er verið að fara yfir skráningarnar. Staðfest úrslit koma inn á heimasíðu Hjólað i vinnuna síðar í dag.Sjá nánar25. 05 2022
Síðasti keppnisdagur Hjólað var þriðjudaginn 24. maí. Enn er hægt að skrá allar ferðir frá 4. - 24. maí en lokað verður fyrir skráningar kl 12:00 í dag, miðvikudaginn 25. maí. Eftir það lokast kerfið og engu hægt að breytaSjá nánar23. 05 2022
Við erum komin á lokasprettinn í Hjólað í vinnuna en síðasti keppnisdagur er á morgun, þriðjudaginn 24. maí. Nú fer hver að verða síðastur að ná inn ferðum og skrá þær í kerfið. Hægt verður að skrá til kl. 12:00 miðvikudagsins 25. maíSjá nánar19. 05 2022
Þegar skráður er starfsmannafjöldi vinnustaðar, þá er verið að biðja um heildarstarfsmannafjölda á vinnustaðar, ekki bara þá starfsmenn sem eru að taka þátt í Hjólað í vinnunaSjá nánar18. 05 2022
Vinningshafi í myndaleik Hjólað í vinnuna 18. maí, er Guðný Rut liðsmaður Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Hún merki myndirnar sínar með myllumerkinu #hjoladivinnuna
Guðný fær glæsilegan hjálm frá Erninum í vinning.
Hjólað í vinnuna óskar Guðný innilega til hamingju.Sjá nánar17. 05 2022
Við drögum út í Myndaleik Hjólað í vinnuna, 18. maí
Merktu okkur með @hjoladivinnuna #hjoladivinnuna á samfélagsmiðlum eða sendu mynd inn í gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna Sjá nánar16. 05 2022
Íþrótta- og Ólympíusambandið minnir á að heilsuátakið Hjólað í vinnuna er ennþá í fullum gangi. Það er rúmlega vika eftir af átakinu og alls ekki of seint að vera meðSjá nánar11. 05 2022
Fyrsti vinningshafi í myndaleik Hjólað í vinnuna er Santosh Kumar Reddy, liðsmaður Alvotech. Hann sendi okkur þessa mynd í gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna
Santosh fær glæsilegan hjálm frá Erninum í vinning.
Hjólað í vinnuna óskar Santosh til hamingju.Sjá nánar10. 05 2022
Nú er Hjólað í vinnuna í fullum gangi og nú þegar hafa verið hjólaðir hátt í 64 hringir í kringum landið. Okkur langar að fá fleiri til að taka þátt svo nú er um að gera að peppa samstarfsfólk til að skrá sig og vera með. Það er alls ekki orðið of seint. Það má skrá sig til leiks allan tímann á meðan keppnin stendur yfir á www.hjoladivinnuna.isSjá nánar06. 05 2022
Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti til og frá vinnu með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó/rafhlaupahjólSjá nánar04. 05 2022
Hjólað í vinnuna var sett með hátíðlegum hætti í morgun og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp góðra gesta.
Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu og Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu þau öll landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta
Sjá nánar03. 05 2022
Miðvikudaginn 4. maí hefst Hjólað í vinnuna í tuttugasta sinn.
Allir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru velkomnir að koma á setningarhátíðina sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl 8:30, þiggja bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg ávörp.Sjá nánar27. 04 2022
Í Hjólað í vinnuna þarf alltaf að skrá fyrirtækið inn í upphafi keppni. Sá sem skráir fyrirtækið inn getur búið til starfsstöðvar og lið en best er að allir þátttakendur skrái sig sjálfir inn og gangi í lið eða stofni sjálfir sín liðSjá nánar27. 04 2022
Vegna ákvæða frá persónuvernd þurfa allir liðsstjórar að samþykkja nýja liðsmenn í liðið sitt. Liðsstjóri fær tölvupóst um að ákveðinn liðsmaður óski eftir að skrá sig í liðið með yfirskriftinni
"Nýr liðsmaður bíður samþykkis"Sjá nánar25. 04 2022
Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst 4. maí. Það er einfalt að skrá sig til leiks með því að smella á "Innskráning" á heimasíðu Hjólað í vinnuna og annaðhvort stofna eða ganga í lið. Sjá nánar20. 04 2022
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2022.
Keppnin hefst 4. maí nk. og stendur yfir til 24. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna!
Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.Sjá nánar31. 03 2022
Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Fyrirtæki og stofnanir um allt land geta nú farið að huga að því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með þrátt fyrir að fólk vinni jafnvel heiman frá sérSjá nánar17. 01 2022