Lokadagur er í dag

28. maí 2013Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 28. maí. Hægt verður að skrá inn árangur liðsmanna til klukkan 10:00 fimmtudaginn 30. maí og staðfest úrslit birt eftir klukkan 14:00 sama dag. Verðlaunaafhending fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 31. maí kl. 12:10 - 13:00.