Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2018 fór fram í hádeginu í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal að viðstöddum húsfylli.
Sjá nánar24. 05 2018
Þá er komið að leiðarlokum í Hjólað í vinnuna 2018. Takk fyrir skemmtilega og öfluga keppni í ár. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið okkur hliðholt þá létu þátttakendur það ekki á sig fá. Úrslitin liggja fyrir og þau má finna á heimasíðu verkefninsins hér.
Sjá nánar23. 05 2018
Hjólað í vinnuna var haldið í sextánda sinn í ár. Nú er keppni lokið og úrslit eru ljós. Hér má nálgast staðfest úrslit þriggja efstu vinnustaða í hverjum flokki. Heildar stöðu keppninnar má svo nálgast hér. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfall daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra.
Sjá nánar22. 05 2018
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fer fram í dag, þriðjudaginn 22. maí. Hægt er að skrá ferðir fyrir daginn í dag fram til miðnættis. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 13.00 á morgun, miðvikudaginn 23. maí.
Sjá nánar17. 05 2018
Nú er átakið Hjólað í vinnuna á síðustu metrunum þetta árið og gaman að sjá hvað þátttakendur eru iðnir við að nota virkan samgöngumáta.
Sjá nánar15. 05 2018
Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 22. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó. Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið.
Sjá nánar11. 05 2018