Kafffitjöld á Siglufirði og Ólafsfirði

24. maí 2013

Mánudaginn 27. maí verða kaffitjöld á Siglufirði og Ólafsfirði frá kl. 16-18. Kaffitjöldin verða á ráðhústorginu á Siglufirði og sunnan megin við Tjarnarborg, þ.e. í miðbæ Ólafsfjarðar.

Við hvetjum alla til þess að hjóla/ganga við á leið sinni heim úr vinnu og fá sér rjúkandi heitt kaffi frá Kaffi tár eða ískaldan Kristal frá Ölgerðinni.