• Liðsstjóraleikur

    Allir þeir sem skrá lið til leiks og eru liðsstjórar í sínu liði eiga möguleika á því að vera dregnir út í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna.

    10 liðsstjórar verða dregnir út þriðjudaginn 23. maí og hljóta þeir hjólapumpur frá frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

  • Skráningarleikur

    Allir þeir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út. Dregið er úr skráðum keppendum alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og hljóta þeir 450 lumen framljós frá Reiðhjólaversluninni Erninum.

    Undir lok keppninnar er síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá Reiðhjólaversluninni Erninum að verðmæti rúml.100.000 kr.

    Skráðu þig til leiks og vertu með í pottinum.