Réttur starfsmannafjöldi vinnustaðar

19. maí 2022

Þegar skráður er starfsmannafjöldi vinnustaðar, þá er verið að biðja um heildarstarfsmannafjölda vinnustaðar, ekki bara þá starfsmenn sem eru að taka þátt í Hjólað í vinnuna..

Hér má sjá hvernig þetta er allt saman reiknað út 

Í vinnustaðakeppninni er keppt um flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda
starfsmanna á vinnustaðnum og raðast vinnustaðirnir upp eftir hlutfalli daga innan hvers flokks.
Ef smellt er á „Staðan“ birtast allir flokkarnir og undir hverjum flokki efstu
vinnustaðirnir hverju sinni. Til að skoða alla vinnustaði í hverjum flokki skal smella á “Sjá alla
vinnustaði”. Fjöldi daga stendur fyrir „hlutfall daga“ en hlutfallið er reiknað sem heildarfjöldi
daga sem þátttakendur vinnustaðarins hafa hjólað deilt með heildarfjölda starfsmanna á
vinnustaðnum. Fjöldi kílómetra stendur fyrir „hlutfall km“ sem reiknast út á sama hátt og hlutfall
daga, en ekki er keppt um hlutfall kílómetra eins og verið hefur síðustu ár.

Mynd með frétt var send inn i gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna