Taktu þátt í Hjólað í vinnuna

25. apríl 2022

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst 4. maí. Það er einfalt að skrá sig til leiks með því að smella á "Innskráning" á heimasíðu Hjólað í vinnuna og annaðhvort stofna eða ganga í lið. Leiðbeiningar um skráningu í Hjólað í vinnuna má nálgast hér.

Allir eru hvattir til þess að taka þátt í Hjólað í vinnuna og hvetja aðra til þess að taka þátt með þeim.

Þeir sem eru að vinna heima hjá sér geta að sjálfsögðu tekið þátt. Viðkomandi byrjar þá vinnudaginn með því að hjóla, ganga eða hlaupa þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni til og frá vinnu í upphafi vinnudags, og svo aftur í lok vinnudags.
Þeir sem eru atvinnulausir, eldri borgara félög og fólk í atvinnuleit geta einnig tekið þátt.