Leikir Hjólað í vinnuna

19. maí 2021

Við viljum minna á alla skemmtilegu leikina sem eru í gangi í kringum Hjólað í vinnuna. 

Alla virka daga er einn heppinn þátttakandi í Hjólað í vinnuna dreginn út í þættinum Morgunverkin á Rás 2. Vinningshafar fá fram- og afturljós á hjólið frá Reiðhjólaversluninni Erninum. Í lok keppninnar fær svo einn heppinn þátttakandi glæsilegt Reiðhjól frá Erninum.

Það er einnig myndaleikur í gangi en til þess að taka þátt í myndaleiknum þarf að taka mynd af þátttökunni í Hjólað í vinnuna og birta myndina á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #hjoladivinnuna. Einnig er hægt að senda myndir hér í gegnum heimasíðu Hjólað í vinnuna eða með því að senda á hjoladivinnuna@isi.is. Tveir heppnir þátttakendur eru dregnir út og í lok átaksins er besta myndin valin. Vinningshafar í myndaleiknum fá glæsilegan hjálm frá Nutcase í vinning.

Að lokum þá eiga þeir sem skrá lið til leiks og eru liðsstjórar í sínu liði möguleika á því að vera dregnir út í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna. 10 liðsstjórar verða dregnir út þriðjudaginn 25. maí og hljóta þeir veglegar pumpur að gjöf frá Reiðhjólaversluninni Erninum.