Leikur hjá Samgöngustofu

18. maí 2021

Í tilefni af því að um 6000 þátttakendur eru nú skráðir í Hjólað í vinnuna ákvað Samgöngustofa að skella í smá leik á Facebook þar sem þú getur unnið öryggispakka fyrir þig og hjólið - bjöllu, ljósasett, lás og endurskinsbönd. Þið getið tekið þátt með því að smella hér og horfa á eitt lítið myndband.

Nú eru 6063 þátttakendur skráðir í Hjólað í vinnuna og hafa þeir farið samtals því sem samsvarar um 164 hringi í kringum Ísland! Frábær árangur en nóg er þó eftir af átakinu og því um að gera fyrir þá sem ekki hafa skráð sig að gera það hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.