Reglur hjólað í vinnuna

18. febrúar 2021Reglurnar í Hjólað í vinnuna hafa ekkert breyst en við höfum aðlagað keppnina fyrir þá sem eru að vinna heima. Ef fólk er að vinna heima er útfærslan einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með virkum hætti þá vegalengd sem samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla "til og frá vinnu".

Keppnisgreinar í Hjólað í vinnuna eru tvær:

1. Vinnustaðakeppni, þar sem keppt er um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum s.s ferð óháð fjölda km telur jafnt fyrir alla í aðal keppninni

2. Kílómetrakeppni, þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hinsvegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Það þarf að haka sérstaklega við ef ætlunin er að taka þátt í kílómetrakeppninni.

Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að halda góðri fjarlægð á milli annarra hjólreiðarmanna/-kvenna.

Nánar má lesa um reglur hjólað í vinnuna hér.