Hjólað í vinnuna 2018

17. maí 2018

Nú er átakið Hjólað í vinnuna á síðustu metrunum þetta árið og gaman að sjá hvað þátttakendur eru iðnir við að nota virkan samgöngumáta.

Til gamans má geta að þátttakendur Hjólað í vinnuna 2018 eru samanlagt búnir að hjóla, ganga, nota almenningssamgöngur eða hlaupa 23.036 daga til þessa.

Síðasti keppnisdagur verkefnisins er þriðjudagurinn 22. maí. Lokað verður fyrir skráningu kl: 13:00 miðvikudaginn 23. maí. 

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstudaginn 25. maí kl. 12:10. 

Við minnum á leiki Hjólað í vinnuna sem finna má hér og hvetjum fólk til að senda inn reynslusögur, myndir og myndbönd.

Facebook síða Hjólað í vinnuna