Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna á morgun

24. maí 2018

Þá er komið að leiðarlokum í Hjólað í vinnuna 2018. Takk fyrir skemmtilega og öfluga keppni í ár. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið okkur hliðholt þá létu þátttakendur það ekki á sig fá. Úrslitin liggja fyrir og þau má finna á heimasíðu verkefninsins hér.

Verðlaunaafhending fer fram í hádeginu á morgun föstudaginn 25. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Við bjóðum þér að hjóla við og þiggja gómsæta súpu og nýbakað brauð meðan á afhendingu stendur. Vinningshafar í liðsstjóraleiknum verða tilkynntir og veitt verðlaun frá Erninum

Verðlaunahafar eru sérstaklega beðnir um að senda fulltrúa fyrir sinn vinnustað til að veita verðlaunaplöttum móttöku og fagna sínum góða árangri. Hægt er að kynna sér staðfest úrslit hérna.

Hjólafærni á Íslandi mun veita nokkrum fyrirtækjum og ráðuneytum hjólavottanir sínar.

Við viljum nota tækifærið til að þakka öllum þátttakendum fyrir frábæra keppni þetta árið. Stemmningin hefur verið frábær og hörð keppni um efstu sætin. Liðsstjórum þökkum við sérstaklega fyrir sitt framlag í utanumhaldi á liðum innan sinna vinnustað og samstarfsaðilum fyrir góðan stuðning við átakið.

Hlökkum til að sjá ykkur í Hjólað í vinnuna á næsta ári!