Skráning er hafin

24. apríl 2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2023.
Keppnin hefst 3. maí nk. og stendur yfir til 23. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna!
Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.

Í ár verður Hjólað í vinnuna í samstarfi við UNICEF

Umhverfisvernd er ofarlega á baugi í samfélaginu og er umræðan um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með því að nýta virkan ferðamáta hávær, enda stöðugt þrengt að einkabílnum. Að hjóla í vinnuna eykur daglega hreyfingu, hjólreiðar eru hagkvæmar og góðar fyrir pyngjuna og samgöngumátinn er umhverfisvænn. ÍSÍ og UNICEF munu taka höndum saman í verkefninu Hjólað í vinnuna þar sem gildi og hugsjón beggja samtaka sameinast í að efla einstaklinga og fyrirtæki til heilsueflandi þátttöku fyrir sig. En samstarfið felur í sér að fyrirtæki geti samhliða þátttöku í Hjólað í vinnuna stutt við Loftlagssjóð UNICEF. Loftlagssjóður styrkir meðal annars menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk varðandi loftlagsáhrif, nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum innan heilbrigðis- og menntakerfis og styrkir innviði samfélaga til að auka viðnám við loftlagsbreytingum.
Fyrirkomulagið er í vinnslu og verður nánar kynnt næstu daga.

Aðalkeppnin snýst um að fá sem flesta til að vera með en það skiptir þá ekki máli hver kílómetrafjöldinn er á leiðinni í og úr vinnu heldur hversu margar skráningarnar eru. Þeir sem vilja keppast um kílómetrafjölda geta gert það í kílómetrakeppninni.

Einnig er vert að benda á það að þó einstaklingar séu að vinna heiman frá sér er að sjálfsögðu um að gera að taka þátt með því að fara út í byrjun vinnudags og lok vinnudags og hjóla eða ganga þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni í vinnuna.

Nánari upplýsingar um skráningu eru hér að neðan:

Hér eru leiðbeiningar varðandi skráningu.

Bike to Work – Guidelines for registration, in English