Besta myndin og vinningshafar í leikjum Hjólað í vinnuna

29. maí 2024

Bestu myndina 2024 á Angel Ruiz-Angulo í liðinu NordVulk - far and frequent, Háskóla Íslands, hann sendi myndina sína inn á myndasíðu Hjólað í vinnuna. Hann fær Scout Alarm and Finder frá Erninum. 

Síðasti keppnisdagur Hjólað var þriðjudagurinn 28. maí, en hægt er að skrá allar ferðir frá 8. - 28. maí, lokað verður fyrir skráningar kl 12:00, fimmtudaginn 30. maí. Eftir það lokast kerfið og engu hægt að breyta

Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2024 hafa staðið sig með prýði, en núna hafa nærri 4.500 þáttakendur skráð ferðir sínar inn í kerfið.

Allir þeir sem skráðu sig til leiks í Hjólað í vinnuna áttu möguleika á að verða dregnir út í skráningarleik. Dregið var úr skráðum keppendum alla virka daga í þættinum Hjartagosar á Rás 2 og hlutu 13 þátttakendur, vörur (ljós eða pumpur) frá Reiðhjólaversluninni Erninum og vöru frá Unbroken, en það var Julia Kie sem datt í lukkupottinn og fær hún hjól frá Erninum. 10 liðsstjórar voru dregnir út í Liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna. Vinningshafar fá glæsilega tommustokkslása frá Reiðhjólaversluninni Erninum. 

Nöfn allra vinningshafa má sjá hér 

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer svo fram föstudaginn 31. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, 3. hæð, kl. 12:10.
Fyrirtæki sem eru í 1. - 3. sæti fá afhenta verðlaunaplatta. Súpa og brauð í boði og vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka við fyrir hönd fyrirtækis. Hægt verður að sjá úrslitin á heimasíðu Hjólað í vinnuna seinnipart 30. maí.

Mynd með frétt er "Besta myndin 2024" 
Ljósmyndari: Kristín Jóndóttir