POP-UP verkstæði hjá Icelandair

15. maí 2024

Birgir Birgisson hjá Reiðhjólabændum kíkti í heimsókn til Icelandair við Reykjavíkurflugvöll í morgun.
Þar setti hann upp lítið skyndi verkstæði og tók á móti starfsfólki sem kom til vinnu.

Þar var í boði að fá smá yfirhalningu og smurningu. Kíkt á hvort tími sé kominn á meira viðhald og hvort þurfi að fara skipta um einhverja hluti á hjólinu.

Fjölmargir starfsmenn Icelandair koma hjólandi til vinnu og margir flesta daga ársins. Þar er búið að útbúa góða inniaðstöðu fyrir reiðhjólin ásamt búningaaðstöðu.

Starfsmenn Icelandair stefna svo á ferðast saman á hjóli í "samhjóli" frá höfuðstöðvunum við Reykjavíkurflugvöll alla leið inn í Hafnarfjörð þar sem nýjar höfuðstöðvar eru að rísa.

Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti til og frá vinnu með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó, rafhlaupahjól og rafskutlur. Ef fólk er samferða á bíl eða tekur strætó þá eru skráðir þeir km sem fólk gengur.
Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið.

Það má skrá sig til leiks allan tímann á meðan keppnin stendur yfir á www.hjoladivinnuna.is