Úrslit og verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2023
Þá liggja úrslitin fyrir.
Vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er skoða úrslitin hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna
Staðfest úrslit um flesta þátttökudaga má sjá hér
Staðfest úrslit í kílómetrakeppninni má sjá hér
Verðlaunaafhending verður á morgun, föstudaginn, 26. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Við hvetjum þá sem voru í fyrstu 3 sætunum að mæta og taka við verðlaunaplatta.
Allir þátttakendur eru velkomnir að mæta og þiggja pylsur frá Bæjarins Bestu.
Alls voru 379 virkir vinnustaðir sem skráðu 931 lið til leiks. Í kílómetrakeppnina.voru 295 virk lið skráð til leiks.
Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2023 stóðu sig með mikilli prýði en samtals 5.084 þátttakendur skráðu sínar ferðir eða alls um 303.071km, sem samsvarar um 226 hringjum í kringum landið.
Það voru 14 heppnir þátttakendur sem voru dregnir út í skráningarleik Hjólað í vinnuna, þeir fengu vörur frá Erninum og Unbroken.
Þriðjudaginn 23. maí var hjólið frá Erninum dregið út og það var hún Helga Þyri Bragadóttir sem fékk þann glæsilega vinning.
Þrír myndasmiður voru dregnir úr í Myndaleik Hjólað í vinnuna en "Bestu myndina" átti Greipur Gíslason. Vinningahafar fengu hjólahjálm frá Erninum og vörur frá Unbroken.
Tíu liðstjórar voru dregnir og fengu þeir vörur frá Erninum og Unbroken.
Nöfn allra vinningshafa hafa verið sett inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna.
ÍSÍ þakkar samstarfsaðilum fyrir samstarfið og þátttakendum fyrir góða keppni.
Með hjólakveðju,
Starfsfólk Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ