Besta myndin og síðasti keppnisdagur
Bestu myndina 2023 á Greipur Gíslason, hann merkti myndina sína með #hjoladivinnuna á instagram. Hann fær hjólahjálm frá Erninum og vörur frá Unbroken í verðlaun. Vinningurinn viðist hafa farið á hárréttan stað því hjálmurinn er hvergi sjáanlegur á myndinni.
Síðasti keppnisdagur Hjólað var þriðjudaginn 23. maí, en hægt er að skrá allar ferðir frá 3. - 23. maí, lokað verður fyrir skráningar kl 12:00 í dag, fimmtudaginn 25. maí. Eftir það lokast kerfið og engu hægt að breyta
Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2023 hafa heldur betur staðið sig með prýði, en núna hafa rúmlega 5.100 þáttakendur skráð ferðir sínar inn í kerfið. Vel gert!
Allir þeir sem skráðu sig til leiks í Hjólað í vinnuna áttu möguleika á að verða dregnir út í skráningarleik. Dregið var úr skráðum keppendum alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og hlutu 15 þátttakendur, vörur frá Reiðhjólaversluninni Erninum og Unbroken.
Í dag, 24. maí, verða 10 liðsstjórar dregnir út í Liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna. Vinningshafar fá glæsileg afturljós (blinkers) frá Reiðhjólaversluninni Erninum og vörur frá Unbroken í vinning.
Nöfn allra vinningshafa má sjá hér
Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer svo fram föstudaginn 26. maí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal kl. 12:10.
Allir velkomnir að mæta og þiggja pylsur frá Bæjarins Bestu. Vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt verður að sjá úrslitin hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna seinnipart 25. maí.
Mynd með frétt var valin "Besta myndin 2023" eigandi myndarinnar er Greipur Gíslason #greipur