Dagskrá setningarhátíðar Hjólað í vinnuna 2023
Miðvikudaginn 3. maí hefst Hjólað í vinnuna í tuttugasta og fyrsta sinn.
Allir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru velkomnir að hjóla við á setningarhátíðina sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl 8:30, þiggja léttan morgunverð og hlusta á stutt og hressileg ávörp.
Dagskráin er eftirfarandi
Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ býður gesti velkomna
Ávörp flytja:
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF
Úlfar Linnet, hjólreiðakappi og uppistandari
Að ávörpunum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.
Í ár ætlar Hjólað í vinnuna að vera í samstarfi við UNICEF og gefa fyrirtækjum kost á að heita á starfsfólk sitt. Sá peningur sem safnast fer inn í Loftlagssjóð UNICEF. Loftlagssjóður styrkir meðal annars menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk varðandi loftlagsáhrif, nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir heilbrigðis- og menntakerfi og styrkir innviði samfélaga til að auka viðnám við loftlagsbreytingum.
Við minnum á að á meðan að átakið stendur yfir verða heppnir þátttakendur dregnir út í skráningarleik Hjólað í vinnuna alla virka daga í þættinum Morgunverkin á Rás 2. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga en einnig fá vinningshafar vatnsbrúsa og Unbroken freyðitöflum. Þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti rúml.100.000kr.
Myndaleikurinn er a sínum stað á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna gætu unnið reiðhjólahjálm frá Erninum..
Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má einnig finna efni til að dreifa á vinnustöðum, svo sem reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.