,,Hjólað í vinnuna – í fyndnustu alvöru“

03. apríl 2023

,,Hjólað í vinnuna – í fyndnustu alvöru“, er hópeflis-, hvatningar- og uppistandsfyrirlestur um allt sem alla langar að vita um það að hjóla í vinnuna en þora ekki að spyrja um.
Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á átakinu, sameina vinnufélaga í þátttöku, kenna öllum að búa til lið og vera hvetjandi, hlæja og hafa gaman. Fyrirlesturinn byggir Úlfar á reynslu sinni af því að hjóla til og frá vinnu oftar en 3000 sinnum auk starfa sinna við uppistand og framkomu.

Fyrirlesturinn er á íslensku og tekur u.þ.b. 30 mínútur. Mörgum áleitnum spurningum verður svarað:

- Eru hjólabuxum með púða hentugur klæðnaður í fleira en hjólreiðar?
- Er rándýr og glænýr racer sem vegur minna en 15 merkur forsenda fyrir þátttöku?
- Hvað má og hvað má ekki þegar þú reynir að safna vinnufélögum í liðið þitt?

Fyrir áhugasama og forvitna er um að gera að hafa samband við Úlfar Linnet á ulfarlinnet@gmail.com