Úrslit og verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2022

25. maí 2022Þá liggja úrslitin fyrir og verðlaunaafhending verður á föstudaginn, 27. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Allir velkomnir að mæta og þiggja léttar veitingar. Vinningshafar í fyrstu 3 sætunum eru sérstaklega hvattir til að mæta en hægt er skoða úrslitin hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna

Staðfest úrslit um flesta þátttökudaga má sjá hér 
Staðfest úrslit í kílómetrakeppninni má sjá hér 

10 heppnir liðsstjórar hafa verið dregnir út í liðstjóraleiknum og listi yfir vinningshafa er að finna hér. Einnig hafa vinningshafar fengið tölvupóst.

Alls voru 380 virkir vinnustaðir sem skráðu 931 lið til leiks. Í kílómetrakeppnina.voru 301 virkt lið skráð til leiks.

Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2022 stóðu sig með mikilli prýði en samtals 5.319 þátttakendur skráðu sínar ferðir eða alls um 371.268km, sem samsvarar um 277 hringjum í kringum landið.

Föstudaginn 27. maí verður síðasti þátttakandi dreginn út í skráningarleik Hjólað í vinnuna. Viðkomndi fær hvorki meira né minna en glæsilegt reiðhjól frá Erninum í vinning.
Þá verður einnig besta myndin valin í myndaleik Hjólað í vinnuna og fær vinningshafi hjálm frá Erninum.
Nöfn allra vinningshafa sem hafa verið dregnir út, hafa verið sett inn á heimasíðu Hjólað í vinnuna


Með hjólakveðju,
Starfsfólk Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ