Vinningshafar í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna 2022
Dregið hefur verið út í Liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna 2022 og fá hinir heppnu glæsilega standpumpu frá Erninum í vinning.
Hér eru nöfn vinningshafa
-Kristrún Arnarsdóttir, Hugbúnaðarsvið, Reiknisstofa Bankanna
-Helga P. Finnsdóttir, Græna Gengið, Landsvirkjun
-Emil Sigursveinsson, Orkuboltar! - Orku og iðnaðarsvið, Verkís
-Steindór Eiríksson, Innovation, Marel
-Sandra Stojkovic Hinic, Urriða-bikers, Urriðaskóli
-Heiða Magnúsdóttir, Dalvíkurgengið, Pósturinn
-Hjörtur Bjarni Þorleifsson, D45, Húsasmiðjan ehf.
-Ragnar Arelíus Sveinsson, LS Retail - allir, LS Retail
-Agnes Eir Önundardóttir, Klínikin Ármúla
-Anna Gína Aagestad, Goðheimar
Það væri gaman ef að vinningshafar í Liðtjóraleiknum gætu mætt á verðlaunaafhendingu Hjólað í vinnuna núna á föstudaginn, 27. maí, kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinumog og fengið pmpuna sína afhenta.
Allir vinningshafar hafa verið látnir vita með tölvupósti en það má gjarnan hafa samband í gegnum hjoladivinnuna@isi.is varðandi það hvernig best er að nálgast vinningana sína. Alla vinningshafa má sjá hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.
Ýmsir leikir voru í gangi á meðan átakinu stóð. Á hverjum degi var einn heppinn þátttakandi dreginn út í Skráningarleik Hjólað í vinnuna, í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og fengu vinningshafar 450 Lumen framljós frá Erninum í vinning. Aðalvinningur í er reiðhjól frá Erninum. sem við drögum út nk, föstudag, 27. maí
Einnig var Myndaleikur í gangi og hafa tveir heppnir þátttakendur verið dregnir út auk þess sem besta myndin verður valin nk. föstudag, 27. maí. Vinningshafar í Myndaleiknum fá glæsilegan hjálm frá Erninum í vinning.