Setningarhátíð Hjólað í vinnuna 2022 fór fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
04. maí 2022Hjólað í vinnuna var sett með hátíðlegum hætti í morgun og á dagskrá voru hressileg hvatningarávörp góðra gesta.
Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu og Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu þau öll landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra talaði um að Hjólað í vinnuna væri eitt það markverðasta og mikilvægasta lýðheilsuverkefi sem sett hafi verið af stað á undanförnum áratugum. Átakið sameinar allt það besta sem skilgreinir lýðheilsu, því það að skipta yfir í virkan ferðamáta er auðvitað gott fyrir loftslagið og bætir líkamlega og andlega heilsu þeirra sem taka þátt og þar með lýðheilsu þjóðarinnar. En auk þess er gaman að fylgjast með þessari heilbrigðu keppni sem í þessu felst og gaman að sjá hvað hún eflir starfsandann á vinnustöðum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri talaði um hvað það væri magnað að líta til baka og rýna í þessi tuttugu ár sem verkefnið hefði staðið yfir. Sá ferðamáti sem hefur vaxið hvað mest eða úr 0% um það leiti sem Hjólað í vinnuna hófst í það að vera 7% ferða sem farnar eru til og frá vinnu nú tuttugu árum síðar. Óvísindaleg könnun sýnir að það eru alltaf fleiri og fleiri að velja hjólreiðar sem samgöngumáta til og frá vinnu. Rafhjólin hafa gert fleirum kleift að nýta hjólið sem ferðamáta. Dagur benti á að á vef borgarvefsjár Reykjavíkurborgar er hægt að finna bæði bestu hjólaleiðina og öruggustu leiðina. Og vonandi styttist í það að þetta komist jafnfram inn á Google.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar nefndi að Hjólað í vinnuna væri eitt alskemmtilegasta almenningsíþróttaátak sem hún hefur tekið þátt í. Sérstaklega ánægjulegt fannst Sigrúnu að fá að setja átakið daginn eftir Loftslagsdaginn. En það er vissulega partur af orkuskiptunum að nota hjólið og það minnkar einnig svifryk. Sigrún ljóstraði því upp að það hleypur oft svolítið kapp í mannskapinn hjá Umhverfisstofnun í þessu átaki en það er auðvitað bara skemmtilegt.
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu sagði frá því að hann hafi tekið þátt í átakinu í allmörg ár og haft mjög gaman af. Hann benti á að Hjólað í vinnuna væri sannkallaður vorboði en nauðsynlegt væri að vera vel búinn og að huga að örygginu, vera með hjálm og hafa hjólið í lagi. Hann benti á að hjólandi og gangandi þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru, sýna aðgát og tillitssemi.
Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi sagði sögu sína frá því að hjóla til og frá vinnu yfir í það að hafa atvinnu af því að hjóla í dag. Hjólreiðar eru ekki bara keppnisíþrótt heldur einnig samgöngumáti. Hjólreiðar er mjög fjölbreytt íþrótt sem flest allir geta stundað. Gestir setningarhátíðarinnar hjóluðu síðan verkefnið formlega af stað.
Hjólað í vinnuna 2022
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur nú hafið heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í tuttugasta sinn. Það stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 24. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta.
Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna í fyrirtækinu og þjappa hópnum saman. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt eru þær frábær útivist, hreyfing og getur verið öflug líkamsrækt.
Í vinnustaðakeppni er fyrst og fremst keppt um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Að auki er kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Líkt og á síðasta ári hvetjum við þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Undanfarinn áratug hefur orðið gríðarleg vakning á hjólreiðum sem heilsusamlegum og umhverfisvænum samgönguvalkosti. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífsstíl í framhaldi af þátttöku sinni í verkefninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitafélög hafi bætt til muna aðstöðu fyrir hjólandi fólk.
Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má finna efni reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.
Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ bauð gesti velkomna og sagði stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu og Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu þau öll landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra talaði um að Hjólað í vinnuna væri eitt það markverðasta og mikilvægasta lýðheilsuverkefi sem sett hafi verið af stað á undanförnum áratugum. Átakið sameinar allt það besta sem skilgreinir lýðheilsu, því það að skipta yfir í virkan ferðamáta er auðvitað gott fyrir loftslagið og bætir líkamlega og andlega heilsu þeirra sem taka þátt og þar með lýðheilsu þjóðarinnar. En auk þess er gaman að fylgjast með þessari heilbrigðu keppni sem í þessu felst og gaman að sjá hvað hún eflir starfsandann á vinnustöðum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri talaði um hvað það væri magnað að líta til baka og rýna í þessi tuttugu ár sem verkefnið hefði staðið yfir. Sá ferðamáti sem hefur vaxið hvað mest eða úr 0% um það leiti sem Hjólað í vinnuna hófst í það að vera 7% ferða sem farnar eru til og frá vinnu nú tuttugu árum síðar. Óvísindaleg könnun sýnir að það eru alltaf fleiri og fleiri að velja hjólreiðar sem samgöngumáta til og frá vinnu. Rafhjólin hafa gert fleirum kleift að nýta hjólið sem ferðamáta. Dagur benti á að á vef borgarvefsjár Reykjavíkurborgar er hægt að finna bæði bestu hjólaleiðina og öruggustu leiðina. Og vonandi styttist í það að þetta komist jafnfram inn á Google.
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar nefndi að Hjólað í vinnuna væri eitt alskemmtilegasta almenningsíþróttaátak sem hún hefur tekið þátt í. Sérstaklega ánægjulegt fannst Sigrúnu að fá að setja átakið daginn eftir Loftslagsdaginn. En það er vissulega partur af orkuskiptunum að nota hjólið og það minnkar einnig svifryk. Sigrún ljóstraði því upp að það hleypur oft svolítið kapp í mannskapinn hjá Umhverfisstofnun í þessu átaki en það er auðvitað bara skemmtilegt.
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu sagði frá því að hann hafi tekið þátt í átakinu í allmörg ár og haft mjög gaman af. Hann benti á að Hjólað í vinnuna væri sannkallaður vorboði en nauðsynlegt væri að vera vel búinn og að huga að örygginu, vera með hjálm og hafa hjólið í lagi. Hann benti á að hjólandi og gangandi þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru, sýna aðgát og tillitssemi.
Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi sagði sögu sína frá því að hjóla til og frá vinnu yfir í það að hafa atvinnu af því að hjóla í dag. Hjólreiðar eru ekki bara keppnisíþrótt heldur einnig samgöngumáti. Hjólreiðar er mjög fjölbreytt íþrótt sem flest allir geta stundað. Gestir setningarhátíðarinnar hjóluðu síðan verkefnið formlega af stað.
Hjólað í vinnuna 2022
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur nú hafið heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í tuttugasta sinn. Það stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 24. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta.
Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna í fyrirtækinu og þjappa hópnum saman. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt eru þær frábær útivist, hreyfing og getur verið öflug líkamsrækt.
Í vinnustaðakeppni er fyrst og fremst keppt um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Að auki er kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði. Líkt og á síðasta ári hvetjum við þá sem vinna heiman frá sér að byrja eða enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða nýta annan virkan ferðamáta sem nemur kílómetrum til og frá vinnu. Einfaldara getur það ekki verið og allir geta tekið þátt.
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Undanfarinn áratug hefur orðið gríðarleg vakning á hjólreiðum sem heilsusamlegum og umhverfisvænum samgönguvalkosti. Ætla má að margir þátttakendur hafi tekið hjólreiðar upp sem lífsstíl í framhaldi af þátttöku sinni í verkefninu. ÍSÍ er stolt af því að hafa stuðlað að bættri hjólamenningu á Íslandi og orðið til þess að vinnustaðir og sveitafélög hafi bætt til muna aðstöðu fyrir hjólandi fólk.
Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má finna efni reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.