Skráning fyrirtækja

27. apríl 2022

Í Hjólað í vinnuna þarf alltaf að skrá fyrirtækið inn í upphafi keppni. Sá sem skráir fyrirtækið inn getur búið til starfsstöðvar og lið en best er að allir þátttakendur skrái sig sjálfir inn og gangi í lið eða stofni sjálfir sín lið. Sá sem stofnar lið er sjálfkrafa liðsstjóri og þarf að samþykkja liðsmenn inn í liðin. Liðstjórinn fær póst um að liðsmaður bíði samþykkis.
Þegar fyrirtæki skráir lið þá er hægt að haka við að taka þátt í Kílómetrakeppninni og það er sniðugt að gera það ef fólk er með mikið keppnisskap. Liðin eru samt alltaf skráð í keppni um hlutfall daga. 
Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.

Ef eitthvað er óljóst þá má auðvitað hafa samband í gegnum netfangið hjoladivinnuna@isi.is annars eru góðar upplýsingar á heimasíðu verkefnisins www.hjoladivinnuna.is