Síðasti keppnisdagur í dag
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 25.maí. Enn er hægt að skrá allar ferðir frá 5. - 25. maí en lokað verður fyrir skráningar kl 12:00 á morgun, miðvikudaginn 26. maí.
Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2021 hafa heldur betur staðið sig með prýði en 6220 þáttakendur hafa skráð ferðir og hafa skráð samtals 331.317 km sem samsvarar yfir 247 hringum í kringum landið. Vel gert hjólarar!!
Leikir Hjólað í vinnuna:
Á morgun verður síðasti þátttakandinn dreginn út í skráningarleik Hjólað í vinnuna en viðkomandi fær hvorki meira né minna en glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000 krónur frá Reiðhjólaversluninni Erninum í vinning.
Einnig verður dregið út í liðsstjóraleik Hjólað í vinnuna en alls 10 liðsstjórar fá glæsilega pumpu frá Reiðhjólaversluninni Erninum í vinning.
Að lokum verður besta myndin valin í myndaleik Hjólað í vinnuna og fær vinningshafinn glæsilegan hjálm frá Nutcase í vinning.
Allir vinningshafar verða tilkynntir í þættinum Morgunverkin á Rás2 sem og á heimasíðu og Facebook síðu Hjólað í vinnuna.
Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna:
Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna fer fram í E-sal í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, kl.12:10 á föstudaginn.
Allir eru velkomnir að mæta á verðlaunaafhendinguna og þiggja léttar veitingar. Vinningshafar eru sérstaklega hvattir til þess að mæta en hægt er að fylgjast með öllum úrslitum hér.