Síðasti keppnisdagur í dag, vinningshafi og verðlaunaafhending
Síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fer fram í dag, þriðjudaginn 26.maí. Hægt er að skrá ferðir fyrir daginn í dag fram til miðnættis. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 12:00 á morgun, miðvikudaginn 27. maí.
Þátttakendur Hjólað í vinnuna 2020 hafa heldur betur staðið sig með prýði en tæplega 6600 þáttakendur hafa skráð ferðir og hafa skráð samtals 437.043 km sem samsvarar yfir 327 hringum í kringum landið! Vel gert hjólarar!!
Í dag var síðasti þátttakandinn dreginn út í skráningarleik Hjólað í vinnuna og var það Snorri Gissurason hjá Wise sem var svo heppin að vera dregin út. Hann fær glæsilegt reiðhjól frá Erninum í vinning!
Snorri fær hjólið afhent við verðlaunaafhendingu Hjólað í vinnuna sem fer fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, E-sal kl. 12:10 föstudaginn 29. maí.
Allir eru velkomnir að mæta á verðlaunaafhendinguna og þyggja léttar veitingar.
Myndin með fréttinni var valin besta myndin í myndaleik Hjólað í vinnuna og hana á Darri Ásbjarnarson hjá Optical Studio. Hann fær hjálm að eigin vali frá Nutcase