Vika eftir af átakinu
Nú er vika eftir af Hjólað í vinnuna átakinu og skemmtilegt að fylgjast með því hversu margir vinnustaðir eru að standa sig vel. Þátttakan er mjög góð í ár og mikil samkeppni milli vinnustaða. Áhugasamir geta skoðað stöðun á heimasíðu Hjólað í vinnuna undir "Staðan"
Í vinnustaðakeppninni skiptir hlutfall daga mestu máli. Vegalengdir skipta ekki máli, heldur er mikilvægast að virkja sem flesta á vinnustaðnum til að velja virkan ferðamáta til og frá vinnu sem sem flesta daga á meðan átakinu stendur. Þeir sem taka þátt í kílómetrakeppninni geta skoðað stöðuna hér en þar skipta vegalengdirnar máli.
Að lokum er vert að minna þátttakendur á að taka þátt í myndaleiknum og hvetja ykkur til þess að taka nóg af myndum þessa vikuna og deila með okkur með því að nota myllumerkið #hjoladivinnuna, senda mynd í gegnum heimasíðuna Hjólað í vinnuna eða Facebook síðu verkefnisins.