Virkur ferðamáti - það græða allir
Það er gaman að finna hversu margir láta sig heilsu- og hvatningaverkefnið Hjólað í vinnuna varða.
Við heyrðum það glögglega í gær á setningu Hjólað í vinnuna hvað svona verkefni hefur mikið að segja fyrir samfélagið. Þátttakendur hreyfa sig mikið og sumir mun meira en vanalega, Við vitum að hreyfing og útivist er ekki bara frábær leið til vellíðunar, betri andlegrar heilsu og að minnið okkar verður betra, við spornum einnig við allskonar lífstílstengdum sjúkdómum, Að hreyfa sig á vistvænann og virkan hátt hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Minni mengun!. Ef þetta eru ekki nægjanleg rök þá hefur það víst verið reiknað út að það að hjóla eða ganga sparar heilbrigðiskerfinu þónokkurn pening. Samkvæmt Sigurði Inga Jóhannessyni samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sparast 150kr. fyrir hvern hjólaðan eða genginn kílómetra mv. að fara á bíl. Alls gerir það ríflega 70 milljónir króna í átaki síðasta árs þegar þátttakendur hreyfðu sig í hálfa milljón kílómetra
Veljum virkan ferðamáta, ef við getum, það græða allir.