Strava og Runkeeper
29. apríl 2020Nú er nákvæmlega ein vika í að Hjólað í vinnuna 2020 hefjist en keppnin stendur frá 6. – 26. maí nk. Skráning er hafin og fer vel af stað
Ef þið eruð að nota Strava eða Runkeeper til að halda utan um ykkar hreyfingu þá er auðvelt að hlaða upplýsingum beint inn í Hjólað í vinnuna skráningarkerfið.
Hægt er að skrá sig til leiks hér og með því tekur þú einnig þátt í skráningarleik Hjólað í vinnuna og Rás2. Vinningshafar í skráningarleiknum verða dregnir út í þættinum Morgunverkin á Rás2
Liðstjórar geta einnig unnið góða vinninga frá Erninum í liðstjóraleiknum. Við hvetjum alla til að deila myndum með okkur á Facebook og Instagram með #hjoladivinnuna og/eða #isiiceland til að eiga möguleika á að vinna flotta hjálma í myndaleiknum okkar í boði Nutcase á Íslandi. Besta myndin verður tilkynnt í lokin. Allir vinningshafar verða einnig tilkynntir hér á heimasíðunni.
Nú er um að gera að yfirfara reiðfákinn og allan hjólabúnað þannig að allt sé í toppstandi þegar keppnin rúllar af stað.
Gangi ykkur vel!
Ef þið eruð að nota Strava eða Runkeeper til að halda utan um ykkar hreyfingu þá er auðvelt að hlaða upplýsingum beint inn í Hjólað í vinnuna skráningarkerfið.
Hægt er að skrá sig til leiks hér og með því tekur þú einnig þátt í skráningarleik Hjólað í vinnuna og Rás2. Vinningshafar í skráningarleiknum verða dregnir út í þættinum Morgunverkin á Rás2
Liðstjórar geta einnig unnið góða vinninga frá Erninum í liðstjóraleiknum. Við hvetjum alla til að deila myndum með okkur á Facebook og Instagram með #hjoladivinnuna og/eða #isiiceland til að eiga möguleika á að vinna flotta hjálma í myndaleiknum okkar í boði Nutcase á Íslandi. Besta myndin verður tilkynnt í lokin. Allir vinningshafar verða einnig tilkynntir hér á heimasíðunni.
Nú er um að gera að yfirfara reiðfákinn og allan hjólabúnað þannig að allt sé í toppstandi þegar keppnin rúllar af stað.
Gangi ykkur vel!