Fjölgun um tæplega 1800 manns

20. maí 2019

Þegar þetta er skrifað eru þátttakendur Hjólað í vinnuna komnir upp í 6071 sem er fjölgun um tæplega 1800 manns frá því árið 2018, og er mesta þátttaka frá því árið 2015 þegar 6824 voru skráðir til leiks.

Það er ennþá hægt að skrá sig til leiks og hægt er að skrá allan virkan ferðamáta aftur til fyrsta dags átaksins sem var 8.maí. Það er því alls ekki of seint að byrja núna og finna sér virkan ferðamáta til og frá vinnu og taka þátt í þessu skemmtilega átaki með vinnufélögunum!

Upplýsingar um það hvernig þú skráir þig til leiks má finna á heimasíðu Hjólað í vinnuna og á þar má einnig finna reglur keppninnar.