Hjólað í vinnuna hefst á morgun. Fróðleikur

07. maí 2019

Hjólað í vinnuna hefst á morgun með formlegum hætti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 08:30. Allir eru velkomnir að hjóla við, þiggja bakkelsi og hlýða á hressileg ávörp.

Við viljum benda á að á heimasíðunni má finna ýmsan fróðleik sem kann að hjálpa ykkur í upphafi þessa átaks. Ef þið veljið að fara í "Um hjólað" efst á heimasíðunni og svo ýta á "Fróðleikur" má þar m.a. finna tengla inn á ýmis Göngu- og hjólastígakort sem geta hjálpað ykkur að finna bestu leiðir í og úr vinnu.

Einnig er hægt að skoða ýmsan fróðleik um öryggi og önnur praktísk mál.

Ef þið eruð ekki búin að skrá ykkur til leiks er um að gera að safna í lið á vinnustaðnum og taka fram hjólið! Munið að þið eruð ekki bara að hjóla ykkur til betri heilsu, heldur eru þið einnig að spara bæði peninga og kolefnissporin í leiðinni! Gæti ekki verið betra. 

 Gangi ykkur vel!