Allur virkur ferðamáti með í keppninni
Hjólað í vinnuna er nú í fullum gangi, en keppninni lýkur þann 22. maí. Vert er að benda á að hjólaðar vegalengdir til og frá vinnu er ekki eingöngu það sem má skrá í keppninni heldur telst allur virkur ferðamáti með, eins og ganga, hlaup, hjólabretti, línuskautar og strætó. Þátttakendum Hjólað í vinnuna er bent á að hægt er að nota Strava til að halda utan um sínar ferðir og vegalengdir og hlaða upplýsingunum beint inn í skráningarkerfið.
Nú hafa tæpir 140.000 km verið skráðir í gegnum síðuna af hátt í 4000 þátttakendum. Það jafngildir 104 hringjum í kringum Íslands.
Fylgjast má með gangi mála á facebook-síðu Hjólað í vinnuna.
Við minnum alla þátttakendur á skráningarleik Hjólað í vinnuna sem og liðstjóraleik, þar sem reiðhjólaverslunin Örninn gefur góða vinninga. Myndaleikur Hjólað í vinnuna er í boði Nutcase á Íslandi. Hér má finna allt um leikina.