Hjólað í háskólann 2018 er hafið!

09. apríl 2018

Á miðnætti hófst hin árlega átakskeppni Hjólað í háskólann og því er hægt að renna úr hlaði á reiðhjólunum. Keppnin stendur frá 9. til 13.apríl. 

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook.

Hjólaveður er með besta móti á stór-háskólasvæðinu í upphafi dags og veðurspáin með ágætum fyrir keppnishaldið í vikunni. Því er ekkert til fyrirstöðu að koma reiðfáknum í keppnisstand og hjóla af stað.

Hægt er að skrá sig núna hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna og við hvetjum alla háskólanema til að taka þátt.