Verðlaunaafhendingin er í dag

26. maí 2017

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2017 fer fram í hádeginu í dag kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Allir þátttakendur og annað áhugafólk um hjólreiðar eru velkomnir að fá gómsæta súpu og nýbakað brauð. Verðlaunahafar eru sérstaklega beðnir um að senda fulltrúa fyrir sinn vinnustað til að veita verðlaunaplöttum móttöku og fagna sínum góða árangri. Hægt er að kynna sér staðfest úrslit hérna.

Þá mun Reiðhjólaverslunin Örninn mæta með vinninga þeirra heppnu þátttakenda sem dregnir voru út í skráningar- og liðsstjóraleikjum og þeir vinningshafar sem mæta á verðlaunaafhendinguna geta fengið þá afhenta á staðnum. 

Einnig verða við þetta tækifæri veittar viðurkenningar á vegum Hjólafærni og Dr. BÆK fyrir hjólavænar vottun á vinnustöðum. Þeir vinnustaðir sem hljóta viðurkenningar að þessu sinni eru Reykjalundur, Reiknistofa bankanna og Íbúðalánasjóður.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á verðlaunaafhendingunni!