Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

02. maí 2017

Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí í 15. skiptið. Setningarhátíðin fer fram í fyrramálið kl. 8:30 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Allir er hvattir til að hjóla við, hlusta á stutt ávörp og þiggja léttar veitingar áður verkefnið hefst formlega.

Skráningar hófust fyrir 2 vikum og eru í fullum gangi. Hægt verður að skrá sig og sitt lið til leiks fram til keppnisloka þann 23.maí en það er um að gera að skrá sig sem fyrst til að eiga möguleika vinningum í skráningarleiknum. Dregið verður úr skráðum þátttakendum á hverjum degi og hljóta þeir veglega vinninga frá Erninum og einn heppinn þátttakandi fær glæsilegt Trek reiðhjól frá Erninum að verðmæti 100.000 kr.

Þá verða heppnir myndasmiðir verðlaunaðir sem notast við #hjólaðívinnuna á Instagram eða deila myndum í gegnum heimasíðuna eða Facebook og hljóta þeir flott hjálma frá Nutcase á Íslandi. Vinningshafar verða dregnir út alla virka daga í Popplandi á Rás 2.

Lukkan leikur við okkur og veðrið verður með besta móti um allt land frá keppnisbyrjun og fram að helgi. Það viðrar því vel til hjólreiða og sumarið vonandi komið til að vera.