Lokadagur í dag - uppfært skráningu líkur kl. 12:00 á morgun

26. maí 2015

Lokadagur Hjólað í vinnuna er í dag, þriðjudaginn 26. maí. Hámarksfjöldi daga sem hægt er að skrá ferðir á eru 13 dagar. Hægt verður að skrá árangur á liðsmenn til klukkan 12:00, miðvikudaginn 27. maí, eftir það verður kerfinu lokað. Staðfest úrslit verða birt á vefnum þennan sama dag eftir klukkan 14:00.

Verðlaunaafhending fer fram fimmtudaginn 28. maí kl. 12:10 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allir eru velkomnir á verðlaunaafhendinguna. Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig sem 10 liðstjórar verða verðlaunaðir fyrir sitt framlag og hjólið sem Örninn gaf í skráningarleiknum verður afhent. 

 

Takk fyrir þátttökuna, sjáumst að ári.