Kaffitjald þriðjudag og miðvikudag

18. maí 2015

Við vonum að allt gangi vel og með hlýnandi veðri fari þátttakan aðeins að aukast. Enn er hægt að skrá sig til leiks og bæta við liðum og liðsmönnum. Við minnum á að einnig má skrá gönguferðir og annan virkan verðamáta inn.

Kaffitjöld

Þrjú kaffitjöld voru í síðustu viku og var frábært að sjá hversu margir hjóluðu þar við. Í þessari viku verða tvö kaffitjöld annars vegar upp á Höfða/Hálsum og hins vegar í Hljómskálagarðinum. Viðgerðamenn frá Erninum verða á staðnum og smyrja keðjur, bremsur og pumpa í dekk. Dr. bæk og Hjólafærni verða einnig á staðnum og félagar úr Hjólreiðasambandi Íslands og Landssamtökum hjólreiðamanna. Kaffitár bíður upp á rjúkandi heitt kaffi og Ölgerðinn Kristal. Hér fyrir neðan sérð þú hvar kaffitjöldin verða staðsett.

Hjólaðu við frá kl. 06:45 - 9:00


19. maí Við gatnamót Bæjarháls/Höfðabakka (Mjólkursamsölu megin) á myndinni er A er MS og rauði hringurinn er staðurinn sem við verðum staðsett. Sjá loft mynd Kaffitjald Höfði/Hálsar


20. maí Í Hljómskálagarðinum



Skemmtilegir leikir í gangi

Myndaleikur: Hægt er að senda inn myndir í gegnum Instagram með #hjólaðívinnuna, á Facebook síðu Hjólað í vinnuna og í gegnum vef Hjólað í vinnuna.Einnig má senda inn myndbönd eða reynslusögur í gegnum vef Hjólað í vinnuna, sjá nánar hér. Dregið verður út dagana 8.,15.,22. og 26.maí og í vinning eru snertilaus kreditkort með 25.000 króna inneign frá Valitor.

Skráningaleikur: Allir sem skrá sig til leiks í Hjólað í vinnuna eiga möguleika á að vera dregnir út. Dregið er úr skráðum einstaklingum alla virka daga í Popplandi á Rás 2. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega hjólatösku með pumpu og verkfærasetti að verðmæti kr.9.990. Þann 26. maí er síðan dregið út glæsilegt reiðhjól frá hjólreiðaversluninni Erninum að verðmæti 100.000 kr.

 

Við minnum á að inn á heimasíðunni er hægt að skrifa reynslusögur. Ef þú lumar á góðri sögu endilega deildu henni með okkur.


Ef þið hafið einhverjar spurningar um skráningu og fyrirkomulag keppninnar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband í síma 514 4000 eða senda póst á hjoladivinnuna@isi.is