Fyrsta kaffitjald af fimm var í morgun

11. maí 2015

Margir hjóluðu við í fyrsta kaffitjaldi Hjólað í vinnuna í ár sem var við brúna yfir Kringlumýrarbraut, Nauthólsvíkur megin. Hér má sjá nokkrar myndir af hressum hjólagörpum!

Þátttakendum Hjólað í vinnuna er boðið að hjóla við og fá sér kaffi og Kristal á eftirtöldum stöðum í Reykjavík og í Hafnarfirði dagana 11-20. maí frá kl: 6:45 -  9:00.

  • 12. maí á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, Laugardals megin
  • 13. maí við Fjarðargötu, gegnt verslunarmiðstöðinni Firði
  • 19. maí uppi á Höfða/Hálsum - nánari staðsetning auglýst síðar
  • 20. maí við Hljómskálagarðinn - nánari staðsetning auglýst síðar

 
Kaffitár bíður upp á kaffi og Ölgerðin upp á kristal. Einnig verða viðgerðarmenn frá Reiðhjólaversluninni Erninum á staðnum og aðstoða við minniháttar lagfæringar á hjólum.