Kaffitjöld

08. maí 2015Kaffitjöld - breytt fyrirkomulag

Kaffitjöldin verða á sínum stað eins og undanfarin ár en þó með breyttu fyrirkomulagi. Í ár verða 5 kaffitjöld á 5 dögum, eitt á hverjum degi. Viðgerðamenn frá Erninum verða á staðnum og smyrja keðjur, bremsur og pumpa í dekk. Dr. bæk og Hjólafærni verða einnig á staðnum og félagar úr Hjólreiðasambandi Íslands og Landssamtökum hjólreiðamanna. Kaffitár bíður upp á rjúkandi heitt kaffi og Ölgerðinn Kristal. Hér fyrir neðan sérð þú hvar kaffitjöldin verða staðsett.

Hjólaðu við frá kl. 06:45 - 9:00

11. maí við brúna yfir Kringlumýrarbraut, Nauthólsvíkur megin

12. maí á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, Laugardals megin

13. maí við Fjarðargötu, gegnt verslunarmiðstöðinni Firði

19. maí uppi á Höfða/Hálsum (nánari staðsetning auglýst síðar)

20. maí við Hljómskálagarðinn (nánari staðsetning auglýst síðar)


Ef þið hafið einhverjar spurningar um skráningu og fyrirkomulag keppninnar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband í síma 514 4000 eða senda póst á hjoladivinnuna@isi.is