Staðfest úrslit og verðlaunaafhending

28. maí 2014Staða vinnustaða eins og hún birtist núna hér á síðunni er endanleg. Einnig er hægt að sjá stöðu efstu liða með því að smella á "Úrslit" hér fyrir ofan og velja „Úrslit 2014“. Verðlaun eru veitt fyrir þrjá efstu vinnustaðina í öllum flokkum fyrir hlutfalla daga. Í kílómetrakeppninni eru þremur efstu liðunum veitt verðlaun fyrir annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra.

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan 12:10 – 13:00 miðvikudaginn 4. júní. Allir velkomnir. Vinsamlegast skráið ykkur vinnustað og fjölda sem mætir á netfangið hjoladivinnuna@isi.is.