Opnunarhátíðin er á morgun

06. maí 2014Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna er á morgun, miðvikudaginn 7. maí, kl. 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur sem eiga þess kost er boðið að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp.

Enn er hægt að skrá sig til leiks og bæta við liðum og liðsmönnum.