Hjólað til messu

06. maí 2014Messa undir yfirskriftinni: "Hjólað til messu" verður í Digraneskirkju sunnudaginn 11. maí kl. 11:00. Sungin verða lög og sálmar sem hæfa tilefninu og beðið verður fyrir öryggi hjólreiðamanna. Prestur er sr. Magnús Björn Björnsson, organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir og Drengjakór íslenska lýðveldisins leiðir söng.

Þátttakendur Hjólað í vinnuna eru hvattir til að mæta í messu á sunnudaginn.