Hjólað í vinnuna vefurinn í úrslitum
27. janúar 2014Hjólað í vinnuna vefurinn er tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna í flokknum besti non-profit vefurinn ásamt fjórum öðrum verkefnum.
Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni.
Úrslit verða tilkynnt á verðlaunahátíð sem verður haldin í Gamla bíói föstudaginn 31. janúar kl. 17.00.
Nánari upplýsingar um Íslensku Vefverðlaunin er að finna hér.
Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni.
Úrslit verða tilkynnt á verðlaunahátíð sem verður haldin í Gamla bíói föstudaginn 31. janúar kl. 17.00.
Nánari upplýsingar um Íslensku Vefverðlaunin er að finna hér.
Hjólað í vinnuna er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en vefurinn er unnin í samstarfi við Advania.