Göngu- og hjólabrú yfir Elliðaárósa
21. ágúst 2013
Framkvæmdir við nýja göngu- og hjólaleið yfir Elliðaár ganga vel og nú eru risin burðarvirki tveggja brúa yfir Elliðarárósa á nyrsta odda Geirsnefs. Göngu- og hjólabrautir eru aðskildar og bætir það umferðaröryggi og gerir leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar, sem er styttri, öruggari og þægilegri en núverandi leiðir. Áætlað er að verkinu ljúki í lok september.
Sjá nánari frétt hér á vef Reykjavíkurborgar.