Tweed Ride

27. maí 2013

Laugardaginn 1. júní fer fram Tweed Ride í annað sinn í Reykjavík. Árið 2009 tóku reiðhjólaáhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir hóphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og hjóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og virðuleg borgarhjól.

Hjólað verður um miðbæ Reykjavíkur og endað í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir bestklædda herran og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótan. Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í Tweed jakkana og draktirnar
eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skráning og nánari upplýsingar verða á heimasíðunni www.tweedrun.is og facebook síðunni TweedRun Reykjavík. Mæting er við Hallgrímskirkju klukkan 14:00.