Kaffitjöld aftur í dag
22. maí 2013
Kaffitjöld Hjólað í vinnuna verða opin aftur frá 16 – 18 í dag á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu:
- Við Fjarðargötu í Hafnarfirði
- Á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, Laugardalsmegin
- Við Miklubraut hjá gangbrautarljósunum við Klambratún
Boðið verður uppá kaffi frá Kaffitár í Hafnarfirði og á Suðurlandsbraut og í öllum tjöldunum verður Egils Kristall frá Ölgerðinni og aðilar frá hinum ýmsu hjólreiðafélögum með olíu á keðjuna og loft í dekkin.
Einnig verður kaffitjald í dag við Menningarhúsið Hof á Akureyri frá 16:30 – 18:00, við Menningarhúsið Berg á Dalvík á morgun og á Siglufirði og Ólafsfirði seinna í vikunni.